Verkefnið

Kópsvatn er fyrsta verkefni Varmaorku. Vorið 2018 hófust framkvæmdir við Kópsvatn og lauk um haustið með framleiðslu uppá 600 kW. Að Kópsvatni er borhola sem var boruð árið 2008 og hitastigið á vatninu er um 120°C. Með stækkun vor 2021 er framleiðslan 1,200 kW. Eftir nýtingu á umframvarma er vatnið að mestu nýtt til húshitunar á Flúðum og víðar við 85°C. Hugmyndir eru uppi um nýtingu á vatni og rafmagni til frekari nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar.