Verkefnið

Borholan að Efri-Reykjum var tekin í notkun árið 1988. Holan hefur þjónað nærliggjandi bæjum og 400 sumarhúsum með heitt vatn. Gert er ráð fyrir að nýtt varmaver nýti umframvarma frá 140°C heitu vatni til raforkuframleiðslu áður en vatnið fer í hitaveituna yfir 90°C.