Um okkur

Okkar sýn

Við bjóðum upp á hraða uppsetningu nýrra virkjana á samkeppnishæfum kostnaði

Við bjóðum upp á góða samvinnu við þá sem taka við umframvarma okkar, einnig við þá sem taka við raforku framleiddri af okkur

Við þróum alltaf virkjanir okkar í nánu samstarfi við sveitarfélögin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni

Framtíðarsýn Varmaorku styður einnig við alþjóðleg sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna

bolt-solid

Ódýr og hrein orka

Varmaorka mun framleiða raforku úr jarðvarma, sem er hrein, endurnýjanleg auðlind, á sjálfbæran og umhverfisvænan máta.

Decent work and economic growth

Góð atvinna og hagvöxtur

Varmaorka mun veita bæði háskólamenntuðu og tæknimenntuðu fólki atvinnu á uppbyggingartíma, og tæknimenntuðu fólki til langframa. Þá munu verkefni Varmaorku stuðla að hagvexti, enda óumdeilt að framleiðsla raforku ýtir undir hagvöxt.

Industry, innovation and infrastructure

Nýsköpun og uppbygging

Verkefnin eru uppbyggingarverkefni enda markmiðið að þróa og byggja fleiri jarðvarmavirkjanir sem munu styðja við aðra atvinnusköpun.

Sustainable cities and communities

Sjálfbærar borgir og samfélög

Með framleiðslu raforku í heimabyggð er stuðlað að sjálfbæru samfélagi. Svæðin munu í minna mæli þurfa að reiða sig á aðflutta orku. Þetta dregur úr álagi á dreifikerfi raforku í landinu og stuðlar að staðbundinni nýtingu.

Teymið okkar er býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu sem nýtist vel í okkar störfum.

Ragnar Sær Ragnarsson

Framkvæmdarstjóri

Ragnar Sær Ragnarsson

ragnar@varmaorka.is
+354 861 7227

Menntaður kennari en hefur einnig lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræðum og opinberri stjórnsýslu. Ragnar var sveitarstjóri í átta ár, fyrst fyrir Biskupstungnahrepp en síðar Bláskógabyggð. Eftir að hann lauk störfum hjá Bláskógabyggð var Ragnar framkvæmdastjóri THG Arkitekta en hefur síðan komið að þróun fasteignaverkefna.

Anders Bäckström

Rekstrarstjóri

Anders Bäckström

anders@varmaorka.is

Anders er frumkvöðull með meira en 15 ára alþjóðlega reynslu af ráðgjöf í stjórnun. Anders hefur afrekað mikið í viðskiptaþróun og stjórnun, bæði sem meðeigandi í eigin ráðgjafafyrirtæki og fjölda tímabundinna verkefna víðsvegar um Evrópu og Asíu.

Ívar Helgason

Verkefnastjóri Virkjana

Ívar Helgason

ivar@varmaorka.is
+354 844 1224

Ívar er vél og rekstrariðnfræðingur og er hefur meistarabréf í stálsmíði, ásamt því að vera með IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hann er með yfir 20 ára reynslu af verkefnum tengdum byggingariðnaði, orkugeiranum og sjávarútvegi. Hana hefur m.a. unnið við viðgerðir og viðhald á skipum og vélbúnaði, eins hefur hann unnið við verkefni í mörgum jarðvarmavirkjunum Nesjavöllum, Hellisheiði og Þeistareykjum.

Hjörleifur Þór Steingrímsson

Tæknilegur sérfræðingur

Hjörleifur Þór Steingrímsson

hjorleifur@varmaorka.is
+354 6596243

Hjörleifur er reyndur í þróun verkefna með mikla reynslu úr vélaiðnaðinum. Hann er með BS gráðu í véla- og orkutæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann var einnig hluti af Formúla student liði skólans. Hann er nú skráður í meistaranám í sjálfbærri orkuverkfræði við Orkuháskóla Íslands sem er hluti af Háskóla Reykjavíkur.

Ingvar Garðarsson

Stjórnarformaður

Ingvar Garðarsson

ingvar@varmaorka.is
+354 820 5050

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Ingvar hefur víðtæka reynslu af fjármálum, uppbyggingu, rekstri og stefnumótun fyrirtækja. Á árunum 2000 til 2007 byggði Ingvar upp fjarskiptafyrirtæki á Íslandi og Írlandi. Síðustu árin hefur Ingvar stýrt uppbyggingu framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði í Bretlandi, Kanada og Grænlandi auk þess að koma að öðrum fjármála- og rekstrartengdum verkefnum hér á landi.

Hermann Baldursson

Stjórnarmaður

Hermann Baldursson

hermann@varmaorka.is
+354 690 0611

Er með MBA gráðu frá Michigan State University og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að fjölda verkefna á sviði stefnumótunar og fyrirtækjaráðgjafar. Þá hefur hann komið að verðmötum, arðsemismötum og fjármögnun verkefna og fyrirtækja á undanförnum misserum, einkum í orkugeiranum.

Dario Ingi Di Rienzo

Geologist

Dario Ingi Di Rienzo

dario@varmaorka.is
+354 611 6036

Dario er með MSc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu frá Háskólanum í Edinborg og jafnframt með meistaragráðu frá jarðvísindaskóla Eni Corporate University í Mílano. Áður en hann hóf störf hjá Varmaorku starfaði Dario hjá Enel Green Power sem jarðfræðingur í Toskana, Ítalíu.

Varmaorka vinnur náið með einum af sínum stærsta og virkasta hlutafa, Baseload Capital í Svíþjóð. Félagið notar varmavirkjanir um allan heim og styður við okkar starfsemi með fjármögnun, markaðsrannsóknum og tækniþekkingu.

logo

Katrínartún 2, 17th floor, 105 Reykjavík
info@varmaorka.is
500817-1430

logologo