Um Varmaorku

Varmaorka er íslenskt fyrirtæki sem leggur áherslu á tækifæri sem felast í framleiðslu rafmagns á jarðhitasvæðum, tækifæri sem ekki hafa verið nýtt til þessa þar sem jarðhiti er um og yfir 100°C.
Varmaorka mun þróa, fjármagna, reisa og starfrækja smáar jarðhitavirkjanir á Íslandi. Fyrstu virkjanir félagsins verða gangsettar á árinu 2018 með uppsett afl upp á samtals 1 MW.

Tæknin

Varmaorka notar Climeon Heat Power 150 einingarnar til raforkuframleiðslu. Framleiðslueiningin, sem er 150 kW að umfangi, er lítil og sveigjanleg. Hún skilar betri nýtingu á varma en sambærilegar lausnir. Hver eining er sjálfstæð og einfalt að auka við eða minnka framleiðsluna þegar einingum er raðað saman. Þær geta framleitt úr jarðhita frá u.þ.b. 120°C niður í 70°C, áður en vatnið er nýtt til húshitunar.

Ýttu á myndina til þess að sjá hvernig tæknin virkar!

Hvað býður Varmaorka

Varmaorka nýtir hitaeiningar (varma) úr heitu vatni til framleiðslu rafmagns úr hreinum, endurnýjanlegum orkugjafa og skilar vatninu aftur til áframhaldandi nýtingar. Við framleiðsluna lækkar hitastig án þess að breyta magni eða gæðum vatnsins. Lausn sem víða er not fyrir. Framleiðslutæknin er hrein og án lofttegunda sem hafa áhrif á umhverfið.

Starfsmenn

Menntaður kennari en hefur einnig lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræðum og opinberri stjórnsýslu. Ragnar var sveitarstjóri í átta ár, fyrst fyrir Biskupstungnahrepp en síðar Bláskógabyggð. Eftir að hann lauk störfum hjá Bláskógabyggð var Ragnar framkvæmdastjóri THG Arkitekta en hefur síðan komið að þróun fasteignaverkefna.

- Ragnar Sær Ragnarsson Framkvæmdastjóri
+354 861 7227
ragnar@varmaorka.is

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Ingvar hefur víðtæka reynslu af fjármálum, uppbyggingu, rekstri og stefnumótun fyrirtækja. Á árunum 2000 til 2007 byggði Ingvar upp fjarskiptafyrirtæki á Íslandi og Írlandi. Síðustu árin hefur Ingvar stýrt uppbyggingu framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði í Bretlandi, Kanada og Grænlandi auk þess að koma að öðrum fjármála- og rekstrartengdum verkefnum hér á landi.

- Ingvar Garðarsson Stjórnarformaður
+354 820 5050
ingvar@varmaorka.is

Er með MBA gráðu frá Michigan State University og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að fjölda verkefna á sviði stefnumótunar og fyrirtækjaráðgjafar. Þá hefur hann komið að verðmötum, arðsemismötum og fjármögnun verkefna og fyrirtækja á undanförnum misserum, einkum í orkugeiranum.

- Hermann Baldursson Stjórnarmaður
+354 690 0611
hermann@varmaorka.is

Samstarfsaðili

Varmaorka er í nánu samstarfi við sænska fyrirtækið Climeon AB. Climeon býður upp á sérhæfðar tæknilausnir fyrir nýtingu lág- og meðalhita til framleiðslu raforku. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns, einkum verkfræðingar og tæknifræðingar.