Varmaorka title photo
varmaorka icon

Jarðvarmaorka

Þetta er Varmaorka

Af hverju?

Loftslagsbreytingar af völdum manna eru mest krefjandi umhverfisvandi í dag. Varmaorka var stofnuð með þá hugmynd að nýta náttúruauðlindir betur á sjálfbæran hátt. Varmaorka vill láta gott af sér leiða með því að miðla því tækifæri sem jarðhitinn hefur upp á að bjóða og taka af krafti þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Hvað?

Varmaorka vill byggja sjálfbær varmaver frá jarðvarma í nánu samstarfi við sveitarfélög. Við viljum taka þátt í orkuskiptum og draga úr losun koltvísýrings með því að efla endurnýjanlega orku. Varmaorka hefur metnað til að auka uppbyggingu á Íslandi og þar sem okkar er þörf.

Hvernig?

Varmorka notar háþróaða og þekkta tækni sem notar jarðhita til að framleiða hreina raforku og síðan heitt vatn fyrir hitaveitur, gróðurhús og önnur tækifæri. Framtíð sjálfbærni er notkun varmaorku.

Hvernig virkar varmaorka?

Varmaorka er endurnýjanleg orka sem er virkjuð úr orkugjöfum eins og jarðvarma og umframvarma frá iðnaði. Ólíkt vind- og sólarorku getur varmaorka veitt stöðuga orku, óháð veðri eða tíma.

Varmaverin okkar gera meira en að framleiða rafmagn, þau útvega einnig heitt vatn fyrir hitaveitu og önnur bein afnot, til dæmis fyrir gróðurhús, fiskeldisstöðvar, baðlón og landbúnaðarframleiðslu. Ný tækni gerir fjölþætta notkun mögulega.

Verkefni

Fréttir

logo

Katrínartún 2, 17th floor, 105 Reykjavík
info@varmaorka.is
500817-1430

logologo